Supreme frumsýnir vetrarlínu Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 11:43 Mynd úr nýrri vetrarlínu Supreme Supreme Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur. Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur.
Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30