Lífið

Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna

Sylvía Hall skrifar
Yeezy-skórnir eiga sér marga dygga aðdáendur víða um land og leggja margir hverjir ýmislegt á sig til að næla sér í par. Ekki er vitað hvort einhverjir tjölduðu þó í þetta skiptið.
Yeezy-skórnir eiga sér marga dygga aðdáendur víða um land og leggja margir hverjir ýmislegt á sig til að næla sér í par. Ekki er vitað hvort einhverjir tjölduðu þó í þetta skiptið. Fréttablaðið/Ernir
Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas.

Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. 

Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum.

„Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. 





Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/Skjáskot
Skórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“.

Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×