Um þrjú hundruð kaþólskir prestar í Pennsylvaníu sakaðir um barnaníð Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 20:34 Josh Shapiro, dómsmálaráðherra Pennsylvaníu, kynnti efni skýrslunnar í dag. Vísir/AP Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð. Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð.
Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira