Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 09:33 Alex Jones þarf að kveðja Twitter í bili. Hann hefur meðal annars staðhæft að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að baki hryðjuverkunum 11. september árið 2001. Vísir/samsett Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna. Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna.
Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14