Opið hús verður á Bessastöðum á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst.
Gestir geta skoðað Bessastaðastofu, móttökusalinn þar sem ríkisráð heldur fundi sína, og fornleifakjallara.
Húsið verður opið frá klukkan 12:00-16.00 og eru „allir velkomnir meðan húsrúm leyfir“ segir í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
