Ætlað að fylla skarð Írana á kantinum Hjörvar Ólafsson skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Albert Guðmundsson á æfingu með PSV Eindhoven í sumar, en hann hefur yfirgefið herbúðir félagsins og samið við AZ Alkmaar. Nordicphotos/Getty Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira