Kórar Íslands fá ný andlit 16. ágúst 2018 06:00 Friðrik Dór Jónsson mun halda áfram um stjórnartaumana í Kórum Íslands eins og hann gerði svo vel á síðasta ári. „Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari. Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.Hann og Helga Margrét Marzelíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar. Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00 Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30 Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari. Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.Hann og Helga Margrét Marzelíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar. Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00 Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30 Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00
Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30
Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40