Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 09:26 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gefur aðrar skýringar á gjörðum sínum en Hvíta húsið hefur gefið upp. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið að afturkalla öryggisheimild Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, vegna þess að hann kom nálægt Rússarannsókninni svonefndu. Forsetinn hefur verið sakaður um að svipta Brennan heimildinni til að hefna sín á honum. Tilkynnt var í gær að Brennan, sem hefur verið gagnrýninn á Trump undanfarið, hefði verið sviptur öryggisheimild sem fyrrverandi háttsettir fulltrúar í ríkisstjórnum hafa notið eftir að þeir láta af störfum. Hvíta húsið taldi til nokkrar ástæður, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Ástæðan sem Trump gaf upp í viðtali við Wall Street Journal í gær var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Hvíta húsið taldi til. „Ég kalla þetta falskar nornaveiðar, þetta er skrípaleikur. Og þetta fólk leiddi þær! Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfti að gera,“ sagði Trump.Here's a separate, more significant story out of Trump's WSJ interview: Trump said, according to WSJ, that he acted against Brennan in part because Brennan was involved in the Russia investigation. https://t.co/kP8ZZWO2oW pic.twitter.com/h7pt0Xy7RN— Daniel Dale (@ddale8) August 16, 2018 Þar virtist forsetinn vísa til fleiri einstaklinga sem blaðafulltrúi Hvíta húsið nefndi að það væri að íhuga að svipta öryggisheimild. Þar á meðal var fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Öll hafa þau verið gagnrýnin á störf forsetans. Brennan sagði í gær að afturköllun öryggisheimildarinnar kæmi ekki til með draga kraft úr gagnrýni hans á forsetann. Varaði hann hins vegar við því að hún væri hluti af stærri herferð Trump til að refsa gagnrýnendum sínum og bæla niður tjáningarfrelsi. „Það ætti að valda öllum Bandaríkjunum alvarlegum áhyggjum, þar á meðal leyniþjónustustarfsmönnum, af kostnaðinum við að tjá sig,“ tísti Brennan. Fyrrverandi embættismenn hafa alla jafna haldið öryggisheimild eftir að þeir láta af störfum til þess að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá um mál sem eru bundin trúnaði.Brennan var sviptur öryggisheimild sinni daginn eftir að hann tísti um að Trump skorti velsæmi og kurteisi eftir að forsetinn kallaði svarta fyrrverandi aðstoðarkonu sína hund.Vísir/GettyMinnir á viðtalið eftir brottrekstur Comey Yfirlýsingar Trump við Wall Street Journal nú um ástæðu þess að Brennan var sviptur heimild sinni minna um nokkuð á þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í fyrra. Opinbera ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri Comey var að hann hefði staðið illa að rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Skömmu síðar sagði Trump hins vegar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á því hvort að forsetaframboð hans hefði átt í samráði við Rússa. Brottrekstur Comey og yfirlýsing Trump í kjölfarið varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipað sérstakan rannsóknara til að stýra Rússarannsókninni, sömu rannsókn og Trump vísar nú til sem ástæðu til að snupra Brennan. Comey er einn þeirra sem Hvíta húsið segist skoða að svipta öryggisheimild. Brennan var skipaður forstjóri CIA í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hann var einn háttsettra leyniþjónustumanna sem kynnti Trump gögn um að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, rétt áður en Trump tók við embætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið að afturkalla öryggisheimild Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, vegna þess að hann kom nálægt Rússarannsókninni svonefndu. Forsetinn hefur verið sakaður um að svipta Brennan heimildinni til að hefna sín á honum. Tilkynnt var í gær að Brennan, sem hefur verið gagnrýninn á Trump undanfarið, hefði verið sviptur öryggisheimild sem fyrrverandi háttsettir fulltrúar í ríkisstjórnum hafa notið eftir að þeir láta af störfum. Hvíta húsið taldi til nokkrar ástæður, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Ástæðan sem Trump gaf upp í viðtali við Wall Street Journal í gær var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Hvíta húsið taldi til. „Ég kalla þetta falskar nornaveiðar, þetta er skrípaleikur. Og þetta fólk leiddi þær! Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfti að gera,“ sagði Trump.Here's a separate, more significant story out of Trump's WSJ interview: Trump said, according to WSJ, that he acted against Brennan in part because Brennan was involved in the Russia investigation. https://t.co/kP8ZZWO2oW pic.twitter.com/h7pt0Xy7RN— Daniel Dale (@ddale8) August 16, 2018 Þar virtist forsetinn vísa til fleiri einstaklinga sem blaðafulltrúi Hvíta húsið nefndi að það væri að íhuga að svipta öryggisheimild. Þar á meðal var fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Öll hafa þau verið gagnrýnin á störf forsetans. Brennan sagði í gær að afturköllun öryggisheimildarinnar kæmi ekki til með draga kraft úr gagnrýni hans á forsetann. Varaði hann hins vegar við því að hún væri hluti af stærri herferð Trump til að refsa gagnrýnendum sínum og bæla niður tjáningarfrelsi. „Það ætti að valda öllum Bandaríkjunum alvarlegum áhyggjum, þar á meðal leyniþjónustustarfsmönnum, af kostnaðinum við að tjá sig,“ tísti Brennan. Fyrrverandi embættismenn hafa alla jafna haldið öryggisheimild eftir að þeir láta af störfum til þess að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá um mál sem eru bundin trúnaði.Brennan var sviptur öryggisheimild sinni daginn eftir að hann tísti um að Trump skorti velsæmi og kurteisi eftir að forsetinn kallaði svarta fyrrverandi aðstoðarkonu sína hund.Vísir/GettyMinnir á viðtalið eftir brottrekstur Comey Yfirlýsingar Trump við Wall Street Journal nú um ástæðu þess að Brennan var sviptur heimild sinni minna um nokkuð á þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í fyrra. Opinbera ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri Comey var að hann hefði staðið illa að rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Skömmu síðar sagði Trump hins vegar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á því hvort að forsetaframboð hans hefði átt í samráði við Rússa. Brottrekstur Comey og yfirlýsing Trump í kjölfarið varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipað sérstakan rannsóknara til að stýra Rússarannsókninni, sömu rannsókn og Trump vísar nú til sem ástæðu til að snupra Brennan. Comey er einn þeirra sem Hvíta húsið segist skoða að svipta öryggisheimild. Brennan var skipaður forstjóri CIA í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hann var einn háttsettra leyniþjónustumanna sem kynnti Trump gögn um að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, rétt áður en Trump tók við embætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42