Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00