Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00