Madonna Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. ágúst 2018 08:15 Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna!
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun