Hersýningu Trump frestað til næsta árs Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 07:44 Donald og Melania Trump að fylgjast með hersýningu á Bastilludaginn í París í fyrra. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er þarna líka. Vísir/GETTY Hersýningu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór fram á að halda skyldi í Washington DC hefur verið frestað frá nóvember til næsta árs hið minnsta. Þegar Trump var í Frakklandi á Bastilludaginn í fyrra varð hann vitni af hersýningu franska hersins og í kjölfarið sagði hann að Bandaríkin gætu gert betri og flottari sýningu. Engin hefð er fyrir hersýningum sem þessum í Bandaríkjunum. Síðasta hersýning Bandaríkjanna var árið 1991 í kjölfar þess að herinn rak her Saddam Hussein úr Kúveit. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Nú er áætlað að hún muni kosta um 92 milljónir dala. Þegar beiðni Hvíta hússins var opinberuð í febrúar áætlaði herinn að sýningin myndi kosta tíu til 30 milljónir dala. Gagnrýnendur segja hersýningu vera sóun á opinberu fé og hafa þingmenn sagt að slíkar sýningar eigi sér nánast eingöngu stað í einræðisríkjum. Þá hafa borgaryfirvöld Washington DC einnig sagst vera andsnúin hersýningu þar.Samkvæmt umfjöllun BBC hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum einnig bent á að Trump stöðvaði sameiginlegar æfingar herafla Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í kjölfar fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þá sagði Trump að það myndi spara ríkinu verulegar fjárhæðir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Hersýningu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór fram á að halda skyldi í Washington DC hefur verið frestað frá nóvember til næsta árs hið minnsta. Þegar Trump var í Frakklandi á Bastilludaginn í fyrra varð hann vitni af hersýningu franska hersins og í kjölfarið sagði hann að Bandaríkin gætu gert betri og flottari sýningu. Engin hefð er fyrir hersýningum sem þessum í Bandaríkjunum. Síðasta hersýning Bandaríkjanna var árið 1991 í kjölfar þess að herinn rak her Saddam Hussein úr Kúveit. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Nú er áætlað að hún muni kosta um 92 milljónir dala. Þegar beiðni Hvíta hússins var opinberuð í febrúar áætlaði herinn að sýningin myndi kosta tíu til 30 milljónir dala. Gagnrýnendur segja hersýningu vera sóun á opinberu fé og hafa þingmenn sagt að slíkar sýningar eigi sér nánast eingöngu stað í einræðisríkjum. Þá hafa borgaryfirvöld Washington DC einnig sagst vera andsnúin hersýningu þar.Samkvæmt umfjöllun BBC hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum einnig bent á að Trump stöðvaði sameiginlegar æfingar herafla Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í kjölfar fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þá sagði Trump að það myndi spara ríkinu verulegar fjárhæðir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42