Hersýningu Trump frestað til næsta árs Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 07:44 Donald og Melania Trump að fylgjast með hersýningu á Bastilludaginn í París í fyrra. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er þarna líka. Vísir/GETTY Hersýningu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór fram á að halda skyldi í Washington DC hefur verið frestað frá nóvember til næsta árs hið minnsta. Þegar Trump var í Frakklandi á Bastilludaginn í fyrra varð hann vitni af hersýningu franska hersins og í kjölfarið sagði hann að Bandaríkin gætu gert betri og flottari sýningu. Engin hefð er fyrir hersýningum sem þessum í Bandaríkjunum. Síðasta hersýning Bandaríkjanna var árið 1991 í kjölfar þess að herinn rak her Saddam Hussein úr Kúveit. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Nú er áætlað að hún muni kosta um 92 milljónir dala. Þegar beiðni Hvíta hússins var opinberuð í febrúar áætlaði herinn að sýningin myndi kosta tíu til 30 milljónir dala. Gagnrýnendur segja hersýningu vera sóun á opinberu fé og hafa þingmenn sagt að slíkar sýningar eigi sér nánast eingöngu stað í einræðisríkjum. Þá hafa borgaryfirvöld Washington DC einnig sagst vera andsnúin hersýningu þar.Samkvæmt umfjöllun BBC hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum einnig bent á að Trump stöðvaði sameiginlegar æfingar herafla Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í kjölfar fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þá sagði Trump að það myndi spara ríkinu verulegar fjárhæðir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Hersýningu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór fram á að halda skyldi í Washington DC hefur verið frestað frá nóvember til næsta árs hið minnsta. Þegar Trump var í Frakklandi á Bastilludaginn í fyrra varð hann vitni af hersýningu franska hersins og í kjölfarið sagði hann að Bandaríkin gætu gert betri og flottari sýningu. Engin hefð er fyrir hersýningum sem þessum í Bandaríkjunum. Síðasta hersýning Bandaríkjanna var árið 1991 í kjölfar þess að herinn rak her Saddam Hussein úr Kúveit. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Nú er áætlað að hún muni kosta um 92 milljónir dala. Þegar beiðni Hvíta hússins var opinberuð í febrúar áætlaði herinn að sýningin myndi kosta tíu til 30 milljónir dala. Gagnrýnendur segja hersýningu vera sóun á opinberu fé og hafa þingmenn sagt að slíkar sýningar eigi sér nánast eingöngu stað í einræðisríkjum. Þá hafa borgaryfirvöld Washington DC einnig sagst vera andsnúin hersýningu þar.Samkvæmt umfjöllun BBC hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum einnig bent á að Trump stöðvaði sameiginlegar æfingar herafla Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í kjölfar fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þá sagði Trump að það myndi spara ríkinu verulegar fjárhæðir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent