Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2018 10:16 James Clapper (f.m.) er einn fyrrverandi leyniþjónustumanna sem segist standa með John Brennan (t.h.). Vísir/EPA Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven. Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven.
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26