Sport

Bygging knatthússins hefst um helgina

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Jón Rúnar Halldórsson er hægra megin á myndinni.
Jón Rúnar Halldórsson er hægra megin á myndinni. Fréttablaðið/Anton Brink.
Fyrsta skóflustunga verður tekin að nýju knatthúsi í Kaplakrika á sunnudag.

„Svona gerist þetta hjá þessum frjálsu öflugu félagasamtökum,“ segir Jón Rúnar Hallsson, formaður knattspyrnudeildar FH, en einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að bæjar­stjórn Hafnarfjarðar samþykkti að kaupa þrjú íþróttamannvirki af FH til að tryggja félaginu fjármögnun framkvæmdanna eftir áralangar deilur um knatthúsbyggingar í bænum.

„Þetta mál er búið að vera klárt nánast í fjögur ár,“ segir Jón Rúnar en lætur þess getið að órói um málið í pólitíkinni hafi vissulega haft áhrif. Hann segir stefnt að því að nýja húsið verði tilbúið eftir níu mánuði að því gefnu að veturinn trufli ekki verkið.

Jón segir kaup bæjarins á mannvirkjum félagsins fyrir 790 milljónir munu duga fyrir byggingu hússins. Aðspurður um það tilboð sem bænum barst þegar til stóð að bærinn stæði að byggingu hússins, segir Jón eðlilegt að slík tilboð beri álagningu, en tilboðið var 50 prósent hærra en ætlað hafði verið í verkið á fjárhagsáætlun bæjarins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×