Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 11:40 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Papadopoulos viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum um tengsl sín við Rússa en hann átti fundi með rússneskum útsendurum á meðan kosningabaráttan var í algleymingi. Mueller segir að þessir lygar hafi hindrað framgang rannsóknar sinnar á meintum tengslum Rússa við kosningabaráttu Trumps. Meðal annars hafi grunaður maður sloppið úr landi áður en hægt var að yfirheyra hann. Michael Flynn og Richard Gates, sem báður störfuðu fyrir Trump, hafa einnig viðurkennt að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rússa fyrir kosningarnar. Rannsókn Muellers beinist að því hvort útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna með ýmsum hætti. Rússar eru meðal annars sakaðir um tölvuinnbrot, gagnaleka og skipulagða dreifingu áróðurs og falsfrétta á samfélagsmiðlum. Allt á þetta að hafa verið gert til að auka líkurnar á að Trump bæri sigurorð af Hillary Clinton í forsetakosningunum. Dómari hefur nú fram til 7. September til að ákvarða refsingu Papadopoulosar. Hámarksrefsing er átta mánuðir en sem fyrr segir hefur Mueller farið fram á sex mánaða dóm. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Papadopoulos viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum um tengsl sín við Rússa en hann átti fundi með rússneskum útsendurum á meðan kosningabaráttan var í algleymingi. Mueller segir að þessir lygar hafi hindrað framgang rannsóknar sinnar á meintum tengslum Rússa við kosningabaráttu Trumps. Meðal annars hafi grunaður maður sloppið úr landi áður en hægt var að yfirheyra hann. Michael Flynn og Richard Gates, sem báður störfuðu fyrir Trump, hafa einnig viðurkennt að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rússa fyrir kosningarnar. Rannsókn Muellers beinist að því hvort útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna með ýmsum hætti. Rússar eru meðal annars sakaðir um tölvuinnbrot, gagnaleka og skipulagða dreifingu áróðurs og falsfrétta á samfélagsmiðlum. Allt á þetta að hafa verið gert til að auka líkurnar á að Trump bæri sigurorð af Hillary Clinton í forsetakosningunum. Dómari hefur nú fram til 7. September til að ákvarða refsingu Papadopoulosar. Hámarksrefsing er átta mánuðir en sem fyrr segir hefur Mueller farið fram á sex mánaða dóm.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36
Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00