Sport

Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í crossfit.
Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í crossfit. Mynd/Instagram/anniethorisdottir
Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.

Þetta er langt frá því að vera fyrstu heimsleikarnir hjá Anníe Mist því hún er að fara að keppa í níunda sinn á leikunum sem er magnað afrek hjá konunni sem á mjög mikinn þátt í því að crossfit sló í gegn á Íslandi.

Þetta er sögulegt afrek hjá Anníe Mist eins og kemur fram hér fyrir neðan.





Anníe Mist varð fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum þegar hún varð hraustasta kona heims tvö ár í röð frá 2011 til 2012.

Fyrstu heimsleikar hennar vorið árið 2009 þegar hún náði 11. sæti. Anníe Mist var þá ekki orðin tvítug en hún er ennþá í frábæru keppnisformi 28 ára gömul.

Anníe Mist hefur aðeins misst af einum heimsleikum frá árinu 2009 og hefur oftast nær verið í hópi þeirra bestu á leikunum.



 
Officially checked in for The CrossFit Games 2018!  9th year  @crossfitgames @reebok

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 29, 2018 at 11:45am PDT





Anníe Mist hafði endaði í öðru sæti árið 2010 og hún varð einnig í öðru sæti árið 2014 þegar hún snéri til baka eftir eins árs fjarveru vegna meiðsla.

Anníe Mist varð að hætta keppni á leikunum 2015 vegna hitaslags en kom til baka árið eftir og náði þrettánda sæti.

Anníe Mist komst síðan í fimmta sinn á verðlaunapall í fyrra þegar hún varð í þriðja sæti en hún var þá efst íslensku stelpnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×