Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:28 Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Mynd/Aðsend Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12
Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49