SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 18:12 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12