Orka náttúrunnar stærsta raforkusalan en er þó með hæsta verðið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. ágúst 2018 10:00 Flutningur og dreifing rafmagns er ekki á samkeppnismarkaði ólíkt framleiðslu og sölu. ON Rúmlega átta prósenta munur er á verði raforku hjá ódýrustu og dýrustu raforkusölunum. Dýrasta raforkusalan, Orka náttúrunnar, er jafnframt stærsta fyrirtækið á markaðinum. Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú finna verðsamanburð á öllum raforkusölum án virðisaukaskatts. Ódýrasta rafmagnið býður Orka heimilanna, sem hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Þar er hver kílóvattstund verðlögð á 5,89 krónur. Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hælana með verðið 5,90 krónur. Dýrust er Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem selur hverja kílóvattstund 6,43 krónur, síðan HS Orka með verðið 6,35 krónur. Neytendur geta keypt rafmagn af hverjum sem er óháð búsetu á landinu og sama gildir um húsfélög. Þess ber þó að geta að rafmagnskostnaður heimila skiptist í tvennt. Annars vegar kostnaður vegna raforkusölu sem er á samkeppnismarkaði og hins vegar vegna raforkudreifingar þar sem fyrirtækin hafa einokun á afmörkuðu landsvæði. Þannig geta neytendur aðeins reynt að lækka hluta af heildarkostnaðinum. „Við endurskoðum reglulega okkar verð en það er oft þannig að hinir bíða og setja verðin aðeins undir. Við verðleggjum okkur á eigin forsendum og þetta var niðurstaðan um síðustu áramót miðað við arðsemiskröfur, kostnað og annað slíkt,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Önnur skýring, að sögn Bjarna, er að Orka náttúrunnar ráðstafar arði fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni sem lúta að orkuskiptum og að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir að neytendur þurfi einnig að hafa í huga hvar peningarnir endi. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rúmlega átta prósenta munur er á verði raforku hjá ódýrustu og dýrustu raforkusölunum. Dýrasta raforkusalan, Orka náttúrunnar, er jafnframt stærsta fyrirtækið á markaðinum. Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú finna verðsamanburð á öllum raforkusölum án virðisaukaskatts. Ódýrasta rafmagnið býður Orka heimilanna, sem hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Þar er hver kílóvattstund verðlögð á 5,89 krónur. Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hælana með verðið 5,90 krónur. Dýrust er Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem selur hverja kílóvattstund 6,43 krónur, síðan HS Orka með verðið 6,35 krónur. Neytendur geta keypt rafmagn af hverjum sem er óháð búsetu á landinu og sama gildir um húsfélög. Þess ber þó að geta að rafmagnskostnaður heimila skiptist í tvennt. Annars vegar kostnaður vegna raforkusölu sem er á samkeppnismarkaði og hins vegar vegna raforkudreifingar þar sem fyrirtækin hafa einokun á afmörkuðu landsvæði. Þannig geta neytendur aðeins reynt að lækka hluta af heildarkostnaðinum. „Við endurskoðum reglulega okkar verð en það er oft þannig að hinir bíða og setja verðin aðeins undir. Við verðleggjum okkur á eigin forsendum og þetta var niðurstaðan um síðustu áramót miðað við arðsemiskröfur, kostnað og annað slíkt,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Önnur skýring, að sögn Bjarna, er að Orka náttúrunnar ráðstafar arði fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni sem lúta að orkuskiptum og að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir að neytendur þurfi einnig að hafa í huga hvar peningarnir endi.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira