Inntak fullveldisins er menningin Svavar Gestsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Svavar Gestsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar