Vá fyrir dyrum Hörður Ægisson skrifar 3. ágúst 2018 06:00 Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta. Fjórum árum síðar hafa Íslendingar líklega upplifað mesta hagsældarskeið í lýðveldissögunni. Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta réðu hvað mestu um að leggja grunn að þessari fordæmalausu stöðu. Það má taka undir með fjármálaráðherra að það sætir undrun að forystumenn í verkalýðshreyfingunni reyni ekki að eigna sér eitthvað í þessum mikla árangri sem náðst hefur. Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan – við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi. Haldi einhverjir annað hafa þeir hinir sömu fundið upp á áður óþekktri leið til að stórbæta lífskjör almennings, óháð verðmætasköpun hverju sinni. Raunveruleikinn er hins vegar því miður annar og leiðinlegri. Laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmáttur meira en tvöfaldast frá 2010. Þetta er undraverður árangur. Réttmætar áhyggjur um að þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots urðu sem betur fer ekki að veruleika. Ástæður þessa ættu að vera flestum vel kunnar. Gríðarmikil gengisstyrking, lægra vöruverð vegna afnáms tolla og vörugjalda, hagstæð viðskiptakjör og aukin samkeppni á smásölumarkaði áttu ekki hvað síst þátt í því að verðbólgan fór ekki af stað þótt laun hafi hækkað umfram framleiðnivöxt. Aðeins þeim, sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað, getur dottið í hug að hægt sé að endurtaka þann leik. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem flest standa frammi fyrir hagræðingaraðgerðum, hefur versnað til muna og svigrúm þeirra til að taka á sig aukinn launakostnað er lítið sem ekkert. Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga. Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta. Fjórum árum síðar hafa Íslendingar líklega upplifað mesta hagsældarskeið í lýðveldissögunni. Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta réðu hvað mestu um að leggja grunn að þessari fordæmalausu stöðu. Það má taka undir með fjármálaráðherra að það sætir undrun að forystumenn í verkalýðshreyfingunni reyni ekki að eigna sér eitthvað í þessum mikla árangri sem náðst hefur. Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan – við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi. Haldi einhverjir annað hafa þeir hinir sömu fundið upp á áður óþekktri leið til að stórbæta lífskjör almennings, óháð verðmætasköpun hverju sinni. Raunveruleikinn er hins vegar því miður annar og leiðinlegri. Laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmáttur meira en tvöfaldast frá 2010. Þetta er undraverður árangur. Réttmætar áhyggjur um að þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots urðu sem betur fer ekki að veruleika. Ástæður þessa ættu að vera flestum vel kunnar. Gríðarmikil gengisstyrking, lægra vöruverð vegna afnáms tolla og vörugjalda, hagstæð viðskiptakjör og aukin samkeppni á smásölumarkaði áttu ekki hvað síst þátt í því að verðbólgan fór ekki af stað þótt laun hafi hækkað umfram framleiðnivöxt. Aðeins þeim, sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað, getur dottið í hug að hægt sé að endurtaka þann leik. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem flest standa frammi fyrir hagræðingaraðgerðum, hefur versnað til muna og svigrúm þeirra til að taka á sig aukinn launakostnað er lítið sem ekkert. Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga. Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar