Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðina Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 2. ágúst 2018 22:29 Sigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku. Íslenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku.
Íslenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti