Katrín Tanja þriðja á „Vígvellinum“ og hækkaði sig um eitt sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 16:33 Laura Horvath er að stinga af en hér er hún við hliðina á Anníe Mist. Mynd/Twitter/The CrossFit Games Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit en fimmta grein leikanna var The Battleground eða Vígvöllurinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði þriðja besta tímanum á Vígvellinum en hún var lengi í baráttunni um fyrsta sætið við Ungverjann Laura Horvath. Katrín Tanja missti af Lauru Horvath á lokasprettinum og Norðmaðurinn Kristin Holte komst einnig framúr henni á lokametrunum. Hefði Katrín Tanja haldið öðru sætinu þá hefði hún farið upp í fjórða sætið í heildarkeppninni. Hún náði að hækka sig úr sjötta sæti upp í það fimmta og er nú aðeins tveimur stigum frá fjórða sætinu.The Dóttirs are preparing to take on The Battleground. @usmarinecorpspic.twitter.com/2kGFMkmc4F — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2018 Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig einnig ágætlega, náði 8. sæti og heldur þriðja sætinu í keppninni með 344 stig. Hin norska Kristin Holte er nú 28 stigum á eftir henni. Kartrín Tanja kom í mark á 10:08.35 mín. en tími Anníe Mist var 10:58.62 mín. Þrautabrautinn er ekki ósvipað því sem að herinn fer í gegnum í Bandaríkjunum. Keppendur þurfa að fara yfir hindranir, sveifla sér í köðlum, og fleira í þeim dúr. Laura Horvath var í forystu eftir fyrsta daginn og vann þessa fimmtu grein sannfærandi en hún kom í mark á 9:29.76 mín. Hún lítur svakalega vel út á sínum fyrstu heimsleikum en engin önnur kláraði undir tíu mínútum.Watch the final Heat of Women's IE5, The Battlegrounds at https://t.co/3ZwHAM7jpSpic.twitter.com/QvBVlOlofa — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2018 Laura Horvath er nú með 438 stig og 36 stigum meira en Tia-Clair Toomey sem er í öðru sæti með 402 stig. Toomey er aftur á móti 58 stigum á undna Anníe Mist og 88 stigum á undan Katrínu Tönju. Þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir náðu ekki að klára þrautina áður en tíminn rann út. Þær enduðu jafnar í átjánda sætinu. Sara er eins og er í 14. sæti í heildarkeppninni með 254 stig en Oddrún Eik er í 26. sæti með 172 stig. CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit en fimmta grein leikanna var The Battleground eða Vígvöllurinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði þriðja besta tímanum á Vígvellinum en hún var lengi í baráttunni um fyrsta sætið við Ungverjann Laura Horvath. Katrín Tanja missti af Lauru Horvath á lokasprettinum og Norðmaðurinn Kristin Holte komst einnig framúr henni á lokametrunum. Hefði Katrín Tanja haldið öðru sætinu þá hefði hún farið upp í fjórða sætið í heildarkeppninni. Hún náði að hækka sig úr sjötta sæti upp í það fimmta og er nú aðeins tveimur stigum frá fjórða sætinu.The Dóttirs are preparing to take on The Battleground. @usmarinecorpspic.twitter.com/2kGFMkmc4F — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2018 Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig einnig ágætlega, náði 8. sæti og heldur þriðja sætinu í keppninni með 344 stig. Hin norska Kristin Holte er nú 28 stigum á eftir henni. Kartrín Tanja kom í mark á 10:08.35 mín. en tími Anníe Mist var 10:58.62 mín. Þrautabrautinn er ekki ósvipað því sem að herinn fer í gegnum í Bandaríkjunum. Keppendur þurfa að fara yfir hindranir, sveifla sér í köðlum, og fleira í þeim dúr. Laura Horvath var í forystu eftir fyrsta daginn og vann þessa fimmtu grein sannfærandi en hún kom í mark á 9:29.76 mín. Hún lítur svakalega vel út á sínum fyrstu heimsleikum en engin önnur kláraði undir tíu mínútum.Watch the final Heat of Women's IE5, The Battlegrounds at https://t.co/3ZwHAM7jpSpic.twitter.com/QvBVlOlofa — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2018 Laura Horvath er nú með 438 stig og 36 stigum meira en Tia-Clair Toomey sem er í öðru sæti með 402 stig. Toomey er aftur á móti 58 stigum á undna Anníe Mist og 88 stigum á undan Katrínu Tönju. Þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir náðu ekki að klára þrautina áður en tíminn rann út. Þær enduðu jafnar í átjánda sætinu. Sara er eins og er í 14. sæti í heildarkeppninni með 254 stig en Oddrún Eik er í 26. sæti með 172 stig.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira