Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:40 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra. Vísir/Vilhelm Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira