Förðunarfræðingur frá Hollywood kennir á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2018 06:00 „Ísland er töfraland fyrir mig. Ég elska að ferðast og mig hefur alltaf dreymt að koma hingað. Ég kom hingað fyrst á síðasta ári þegar ég vann handritakeppni og fyrirtækið styrkti mig um ferð til Íslands,“ segir hún. Fréttablaðið/Sigtryggur „Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Sjá meira
„Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“