Náttúruhamfarir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun