Homminn og presturinn Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Í sumarfríinu stóð ég uppi á Mýrarfelli við Dýrafjörð ásamt fjölskyldu minni á fögrum degi og mætti þar Skarphéðni Garðarssyni kennara og fólki hans. Hann spurði okkur hvort við þekktum sögu Sigurðar Z. Gíslasonar, prests á Þingeyri, benti okkar á bratta fjallshlíð utan við Haukadal og rifjaði upp að þar hefði þessi prestur sem elskaður var af sínu byggðarlagi verið á leið til kirkju á nýársdegi árið 1943, lent í snjóflóði og ekki fundist fyrr en mánuði seinna. Þarna rifjaðist upp ferðalýsing Sigurðar Z. sem mér var gefin er hann fór austur á land sumarið fyrir dauða sinn til að vitja æskuslóða sinna. Þar segir m.a.: „Og þegar við fórum yfir brúna þar sem Jökla fellur ægileg ásýndum í þröngum, háum gljúfrum kom mér í hug ágætur fagur sveinn sem fól Jökulsá harma sína. Hann hafði elskað á breiðara grundvelli en þá var leyfilegt í almenningsáliti, en nú er hreint ekki óalgengt. Heimurinn hafði ekki rúm fyrir svona mikla ást. Þó fannst honum að Jökulsá í sínu þrengsta gljúfri gæti komið henni fyrir. Þær enda á margvíslegan hátt Íslendingasögurnar. Nú vantar heiminn lagarfljótsbreiðan og jökulsárdjúpan kærleika. – Og svo þýtur bíllinn burt frá þröngu gljúfri með þá heitu ósk í svellandi brjósti farþegans úti við rúðuna að takast mætti að vekja til lífsins aftur þennan ítra hugdjarfa mann, er fleygði sér niður í ægidjúpið. Örlagastraumurinn bar sorg hans í gleymskunnar haf og það er von mín að upp úr bæði þessum og öðrum þrengslum andlegs lífs á Íslandi liðins tíma, mætti stíga andi víðsýnis og bróðurlegs skilnings á hjörtu og hugð náunga vors og samferðamanns.“ Hér talar þrítugur prestur árið 1942. Hugrakkur leiðtogi sem hafði þjónandi hjarta og frjálsan huga. Sjáumst í Gleðigöngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumarfríinu stóð ég uppi á Mýrarfelli við Dýrafjörð ásamt fjölskyldu minni á fögrum degi og mætti þar Skarphéðni Garðarssyni kennara og fólki hans. Hann spurði okkur hvort við þekktum sögu Sigurðar Z. Gíslasonar, prests á Þingeyri, benti okkar á bratta fjallshlíð utan við Haukadal og rifjaði upp að þar hefði þessi prestur sem elskaður var af sínu byggðarlagi verið á leið til kirkju á nýársdegi árið 1943, lent í snjóflóði og ekki fundist fyrr en mánuði seinna. Þarna rifjaðist upp ferðalýsing Sigurðar Z. sem mér var gefin er hann fór austur á land sumarið fyrir dauða sinn til að vitja æskuslóða sinna. Þar segir m.a.: „Og þegar við fórum yfir brúna þar sem Jökla fellur ægileg ásýndum í þröngum, háum gljúfrum kom mér í hug ágætur fagur sveinn sem fól Jökulsá harma sína. Hann hafði elskað á breiðara grundvelli en þá var leyfilegt í almenningsáliti, en nú er hreint ekki óalgengt. Heimurinn hafði ekki rúm fyrir svona mikla ást. Þó fannst honum að Jökulsá í sínu þrengsta gljúfri gæti komið henni fyrir. Þær enda á margvíslegan hátt Íslendingasögurnar. Nú vantar heiminn lagarfljótsbreiðan og jökulsárdjúpan kærleika. – Og svo þýtur bíllinn burt frá þröngu gljúfri með þá heitu ósk í svellandi brjósti farþegans úti við rúðuna að takast mætti að vekja til lífsins aftur þennan ítra hugdjarfa mann, er fleygði sér niður í ægidjúpið. Örlagastraumurinn bar sorg hans í gleymskunnar haf og það er von mín að upp úr bæði þessum og öðrum þrengslum andlegs lífs á Íslandi liðins tíma, mætti stíga andi víðsýnis og bróðurlegs skilnings á hjörtu og hugð náunga vors og samferðamanns.“ Hér talar þrítugur prestur árið 1942. Hugrakkur leiðtogi sem hafði þjónandi hjarta og frjálsan huga. Sjáumst í Gleðigöngunni.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar