Rítalín best við barna-ADHD Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Notað við ADHD. Fréttablaðið/Stefán Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira