Guðmundur Hörður vill verða formaður Neytendasamtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Fyrrverandi formaður Landverndar vill stýra Neytendasamtökunum og boðar breytingar. Aðsend Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“ Neytendur Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“
Neytendur Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira