VAR Pepsimarkanna hefur talað: Óskar Örn skoraði mark á Kópavogsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 17:45 Tölvutækni Pepsimarkanna sýnir boltann vel fyrir innan línuna S2 Sport Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30
Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45