Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 22:40 Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag. Heilbrigðismál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira