Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2018 14:45 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu. Vísir „Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39