Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2018 14:45 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu. Vísir „Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
„Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39