Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 16:53 Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið. Skjáskot/Youtube Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar. MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar.
MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45
Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41
Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34