Uppsafnað áhorf á beina sjónvarpsútsendingu RÚV frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum þann 19. júlí síðastliðinn var 10,5 prósent.
Þetta kemur fram í rafrænum ljósvakamælingum Gallup sem ná til fólks á aldrinum 12-80 ára.
Alls horfðu um 26 þúsund manns á fundinn í að minnsta kosti fimm mínútur samfleytt. Meðaláhorf á hverja mínútu útsendingarinnar var 4,4 prósent eða um ellefu þúsund manns .
