Sport

Þuríður Erla um íslensku stelpurnar: „Þær geta allar unnið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir hefur farið sex sinnum á heimsleikana í Crossfit en komst ekki inn í ár. Hún hefur trú á íslensku stelpunum sem eru meðal keppenda en þær eru fjórar talsins.

Heimsleikarnir hefjast á morgun en keppt er í Madison í Bandaríkjunum. Íslensku keppendurnir í þetta skipti eru fimm en íslensku stelpurnar og Björgvin Karl Guðmundsson eru líkleg til afreka.

„Þær geta allar unnið. Það fer eftir hver á bestu helgina og hvaða WOD koma,” sagði Þuríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. WOD eru þær æfingar sem keppendurnir þurfa að eiga við.

„Það getur allt gerst. Það getur hver sem unnið þetta. Þær vilja þetta allar og ég hlakka til að sjá þær,” en hvernig er að sitja heima og horfa á eftir að hafa verið með öll þessi ár?

„Erfitt. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma að ég er ekki með; bæði í einstaklings- og liðakeppi. Það hvetur mig samt bara meira áfram á næsta ári. Maður fer núna bara á Þjóðhátíð í fyrsta sinn.”

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni en fleiri fréttir af heimsleikunum má lesa hér neðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×