Enginn við stýrið Hörður Ægisson skrifar 20. júlí 2018 10:00 Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar