Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2018 11:09 Kolbrún Baldursdóttir telur að skoða eigi af fullri alvöru að flytja inn eistnesk timburhús. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22