Ég er líka hugsi!! Elínborg Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:07 „Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
„Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar