Ég er líka hugsi!! Elínborg Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:07 „Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
„Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar