Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2018 17:58 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira