Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2018 08:00 Saga Þingvalla geymir marga óhugnanlega atburði. Vísir/Vilhelm „Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira