Almannagjá milli þings og þjóðar Sverrir Björnsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun