Hættir ekki baráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Puigdemont er hvergi nærri hættur sjálfstæðisbaráttunni. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00