FCK er eitt stærsta lið Norðurlandanna en félagið er stofnað 1992 og hefur tólf sinnum orðið danskur meistari síðan þá.
Danirnir tóku æfingu á Samsung vellinum í gær en á Instagram reikningi félagsins má sjá myndband frá ferðalaginu til Íslands og augljóst að leikmönnum var ekki vel við veðurfarið hér á landi.
Ferill hans hefur hingað til ekki náð þeim hæðum sem búist var við en hann lék aðeins þrettán leiki með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni 2016-2017 eftir að hafa verið keyptur þangað frá Ajax fyrir 5 milljónir evra.
Hann er í viðtali við sjónvarpsstöð FCK þar sem hann segist bera mikla virðingu fyrir verkefni dagsins en FCK komst naumlega áfram úr síðasta einvígi gegn finnska liðinu KuPS.