Innlent

Steinn Jóhannsson skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Steinn hefur starfað sem konrektor við MH auk þess sem hann hefur starfað sem settur rektor skólans frá febrúarmánuði til apríl á þessu ári.
Steinn hefur starfað sem konrektor við MH auk þess sem hann hefur starfað sem settur rektor skólans frá febrúarmánuði til apríl á þessu ári.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Stein Jóhannsson í stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð. Þrjár umsóknir bárust um embættið.

Steinn er skipaður rektor skólans til fimm ára. Hann hefur víðtæka kennslu-og stjórnunarreynslu á framhalds-og háskólastigi og gegndi meðal annars embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla á árunum 2012-2017.

Frá 2017 hefur hann starfað sem konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð og sem settur rektor skólans frá febrúarmánuði til apríl á þessu ári. Steinn var forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík á árunum 2002-2012.

Steinn lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og sögu frá Louisiana-háskóla í Monroe og  MA-prófi í sagnfræði. Þá lauk hann námi í uppeldis-og kennslufræði frá Háskóla Íslands og er með kennsluréttindi á grunn-og framhaldsskólastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×