Afsakið, má bjóða þér að gerast drusla? Hópur skipuleggjenda Druslugöngunnar skrifar 27. júlí 2018 07:00 Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Druslugangan Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun