Afsakið, má bjóða þér að gerast drusla? Hópur skipuleggjenda Druslugöngunnar skrifar 27. júlí 2018 07:00 Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Druslugangan Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun