Spá allt að 25 stiga hita og sól í Reykjavík á sunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 11:34 Spákort næstkomandi sunnudags. veðurstofa íslands Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór. Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór.
Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00
Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29