Spá allt að 25 stiga hita og sól í Reykjavík á sunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 11:34 Spákort næstkomandi sunnudags. veðurstofa íslands Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór. Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór.
Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00
Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda